18.12.1986
Neðri deild: 28. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1993 í B-deild Alþingistíðinda. (1904)

229. mál, frádráttur vegna fjárfestingar í atvinnurekstri

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Hv. 3. þm. Reykv. virðist ekki enn hafa gert sér grein fyrir því hvaða mál er á dagskrá og er enn að ræða það mál sem var afgreitt með atkvæðagreiðslu í deildinni hér áður. Mig undrar það. Persónulegan skæting læt ég mér aftur á móti í léttu rúmi liggja.

Hins vegar hefur hv. 2. þm. Norðurl. v. ekki enn útskýrt hina miklu nauðsyn á flutningi þessa máls. Það bendir allt til þess að það séu þeir aðilar sem rúmust fjárráð hafa af þeim sem greiða skatta sem hagnýti sér þennan lið. Nauðsynin er ekki útskýrð, enda er hér ekki um nauðsyn að ræða.