18.12.1986
Neðri deild: 28. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 1995 í B-deild Alþingistíðinda. (1911)

Afgreiðsla frv. um álagningu tímabundinna gjalda

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég hlýt að staðfesta þau ummæli sem hv. 3. þm. Reykv. hafði áðan og taka þessi mistök á mig. Ég skilaði inn mínu nál., en láðist að ræða það við forseta að taka málið ekki á dagskrá fyrr en nál. frá hv. 3. þm. Reykv. lægi fyrir. Ég óska eftir því að þetta mál verði látið bíða þangað til honum hefur gefist kostur á að semja sitt nál., sem ég vona að verði ekki langur frestur á, og tekið út af dagskrá þessa fundar og ekki til umræðu fyrr en þskj. hafa borist.