22.10.1986
Neðri deild: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 252 í B-deild Alþingistíðinda. (198)

27. mál, lífeyrisréttindi heimavinnandi húsmæðra

Málmfríður Sigurðardóttir:

Herra forseti. Þegar ég lagði þetta frv. fram aflaði ég mér upplýsinga um til hvaða nefndar eðlilegast væri að vísa því og fékk þær upplýsingar að það væri félmn. sem ætti að fjalla um þetta á þeim forsendum sem hv. 3. þm. Reykv. lýsti áðan. Ég sé ekki ástæðu til að breyta þeirri afstöðu.