19.12.1986
Sameinað þing: 35. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2165 í B-deild Alþingistíðinda. (2008)

1. mál, fjárlög 1987

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég ætta ekki að blanda mér í þetta þinghúsmál að sinni. Ég greiði atkvæði um það eins og aðrir í fyrramálið og hef mínar efasemdir um það mál. En ég kvaddi mér hljóðs vegna yfirlýsingar hv. 9. landsk. þm. Ólafs G. Einarssonar vegna Borgarspítalamálsins og ég þakka honum fyrir að hann skyldi skýra sitt mál aðeins nánar hér. Það liggur fyrir að mínu mati að þetta mál hefur fengið hér í kvöld þýðingarmikla umræðu og það er ljóst að málið verður lagt fyrir þingið þegar það kemur saman aftur. Ég óttast hins vegar, herra forseti, af löngu fenginni reynslu að þá hafi þeir handjárnað hvorn annan, hv. þm. Páll Pétursson og Ólafur G. Einarsson, og sameinast í hinum sjálfstæða samrekstri Framsfl. og Sjálfstfl.