20.12.1986
Efri deild: 27. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2167 í B-deild Alþingistíðinda. (2014)

Tilhögun þingfundar

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Vegna fsp. hv. þm., sem hér hefur kvatt sér hljóðs um dagskrá, þá má svara því til að það sé oftast matsatriði hver séu skynsemisrök, en rökin fyrir því að taka þetta mál á undan voru þau að það tæki e.t.v. nokkuð styttri tíma að ljúka umræðu um þetta mál heldur en fyrsta dagskrármálið en þetta mál þarf vissulega nauðsynlega að komast áfram og hitt einnig. En þetta voru rökin.