20.12.1986
Efri deild: 28. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2187 í B-deild Alþingistíðinda. (2025)

246. mál, Ríkismat sjávarafurða

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Forseti getur ekki á sér setið að láta það koma fram að hann er nú farinn að hafa svolitlar áhyggjur af hvað orðið er áliðið nætur eða morguns. Það eru enn tveir á mælendaskrá en ég held samt sem áður að við freistum þess að halda aðeins áfram. Það gerir kannske minna til með hv. þm., en ástæða er til að hafa áhyggjur af starfsfólki sem hér verður að sitja í húsinu svo að ef þm. geta stillt máli sínu í hóf, þá væri það mjög æskilegt að geta lokið þessari umræðu kannske á næsta hálftíma. Þetta eru aðeins vinsamleg tilmæli forseta.