20.12.1986
Efri deild: 28. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2191 í B-deild Alþingistíðinda. (2029)

246. mál, Ríkismat sjávarafurða

Kolbrún Jónsdóttir:

Virðulegi forseti. Aðeins örstutt athugasemd. Þar sem síðasti ræðumaður sagði að á þessu árabili hafi samkomulag verið oftast í Verðlagsráði varðandi fiskverð (BD: Oftar en ekki.) oftar en ekki, já, þá vil ég bara upplýsa að á árunum 1961-1982 voru teknar 273 ákvarðanir um fiskverð hjá yfirnefnd, 65 sinnum án atkvæðis oddamanns. Það er ekki oftar en ekki í mínum huga. (BD: Yfirnefnd.) Yfirnefnd. (BD: Já, það er annað mál. Í Verðlagsráði sagðirðu.)