20.12.1986
Efri deild: 29. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2206 í B-deild Alþingistíðinda. (2059)

24. mál, lánsfjárlög 1987

Frsm. fjh.- og viðskn. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Hæstvirtur forseti. Eins og að líkum lætur hafa þingdeildarmenn ekki haft tækifæri fyrr en nú til að skoða þær breytingar sem gerðar voru á frv. í hv. Nd. Mér sýnast þær að vísu vera skýrar. Þær eru þrjár, þ.e. í fyrsta lagi að varðandi málefni fatlaðra hækki upphæðin sem til þeirra er varið úr 100 millj. kr. í 130, að skerðing til Atvinnuleysistryggingasjóðs minnki og hið sama er að segja um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Engu að síður hygg ég að það sé a.m.k. sjálfsögð kurteisi að halda skyndifund í hv. fjh.- og viðskn. áður en áliti er skilað. Ég hygg að það muni ekki taka nema fimm mínútur eða svo, en það má líka gerast seinna á fundinum ef forseti vill koma að öðrum málum fyrst.

Umræðu frestað.