20.12.1986
Efri deild: 29. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2208 í B-deild Alþingistíðinda. (2066)

259. mál, listamannalaun

Frsm. menntmn. (Haraldur Ólafsson):

Hæstv. forseti. Þetta frv. til laga um breytingu á lögum um listamannalaun er flutt af menntmn. hv. Nd. og fjallar um það að nokkuð breytt skipan verði tekin varðandi úthlutun listamannalauna, þ.e. að hinn svokallaði neðri flokkur verði felldur niður algjörlega og í öðru lagi að lagt er til að listamannalaun samkvæmt lögum þessum rýri ekki rétt aldraðra listamanna til tekjutryggingar almannatrygginga sem telja verður réttlætismál.

Menntmn. hefur fjallað um þetta mál og leggur einróma til að frv. verði samþykkt.