20.12.1986
Efri deild: 30. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2220 í B-deild Alþingistíðinda. (2089)

14. mál, atvinnuleysistryggingar

Frsm. hellbr.- og trn. (Davíð Aðalsteinsson):

Hæstv. forseti. Hér er um að ræða breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Breytingin varðar 2. mgr. 23. gr. laganna. Það er um það að ræða að aldursmörk eru hækkuð úr 17 í 18 ár. Þess skal getið að kostnaðarauki vegna ákvæða frv. hefði orðið á árinu 1985 400 þús. kr.

Það er alger samstaða um þetta mál. Heilbr.- og trn. leggur því eindregið til að frv. verði samþykkt.