20.12.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2231 í B-deild Alþingistíðinda. (2133)

1. mál, fjárlög 1987

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Mér sýnist að það stefni í að þessi till. kunni að verða felld. En hvernig sem það verður og hversu mörg atkvæðin verða held ég að sú ákvörðun sem hér er verið að taka núna muni vekja þjóðarathygli. Hér er um að ræða einn mesta vágest vorra tíma, eiturlyfjavandann, sem hefur þegar borist hingað og á því miður örugglega enn eftir að berast hingað í ríkara mæli. Ég tek undir með þeim þm. sem hér hafa notað sterk orð um afstöðu þeirra stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar sem leggjast gegn þessari till. Það er meiri háttar hneyksli verði þessi till. felld og það mun vekja þjóðarathygli og er Alþingi Íslendinga til lítils sóma. Ég segi já.