20.12.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2234 í B-deild Alþingistíðinda. (2142)

1. mál, fjárlög 1987

Árni Johnsen:

Herra forseti. Það er mikil mismunun sem á sér stað í sambandi við þennan fjárveitingalið þar sem tvö stærstu dagblöð landsins, Morgunblaðið og Dagblaðið, njóta einskis af þessum lið. Sá misskilningur hefur komið hér fram á Alþingi að svo sé, en mér er t.d. kunnugt um að hið opinbera hefur ekki s.l. ár keypt eitt einasta Morgunblað af þessum lið sem hér er um að ræða. (SvG: Af hvaða lið var það þá keypt?) Það er um að ræða styrk til blaða og kaup á ákveðnum blöðum og það á ekkert slíkt sér stað til þessara tveggja blaða. Það er mér kunnugt um. Það er því ljóst að flestar stofnanir landsins njóta ekki þessarar þjónustu eins og þær ættu að gera, þar með talin sjúkrahús. Auðvitað ætti þessi þjónusta að vera til staðar eins og útvarp og sjónvarp í þessum stofnunum, bæði til afþreyingar og upplýsingar. Það væri nær að gera úttekt á þessari þörf og sinna henni án þess að merkja nauðsynleg vörukaup sem styrk við framleiðendur. Ég segi því nei.