20.12.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2236 í B-deild Alþingistíðinda. (2155)

1. mál, fjárlög 1987

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Hér virðist kannske vera um smámál að ræða í augum einhverra, en hér er um að ræða grundvallaratriði. Þjóðin, ríkið, á þessa tilteknu jörð. Það er gerð tilraun til að koma því í gegnum þingið í fyrra og tekst ekki. Þeir sem eru kappsamastir um að selja þessa eign þjóðarinnar smygla þessari grein inn á heimildargrein fjárlaga. Hér er óeðlilega að ég segi ekki ómerkilega að verki staðið, herra forseti, auk þess sem málið hefur hættulegt fordæmisgildi. Ég segi þess vegna nei við þessari tillögu.