20.12.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2237 í B-deild Alþingistíðinda. (2156)

1. mál, fjárlög 1987

Iðnaðarráðherra (Albert Guðmundsson):

Hæstv. forseti. Þetta er orðið furðulegt mál. Hingað kemur hv. 3. þm. Reykv. og talar um að það sé verið að smygla inn máli, sem hér hafi verið rætt áður á Alþingi, í fyrsta skipti sem mál kemur aftur á dagskrá Alþingis. Þetta liggur nú fyrir í opinberu plaggi þannig að það er ekki verið að smygla neinu eða leyna. (SvG: Eru þetta umræður, herra forseti?) Ég er að gera grein fyrir mínu atkvæði. - Síðan kemur hv. 5. þm. Austurl. Hjörleifur Guttormsson og talar um aðkomumann. Það eru á hverjum degi mál á dagskrá, má segja, sem tala um flutning utan af landi. (Forseti: Ráðherrann er beðinn að fara ekki út í umræður.) Þegar menn flytja til annarra landshluta er talað um þá sem koma að sem óhreina og að eigi að útiloka þá frá búsetu. Ég segi já.