20.12.1986
Sameinað þing: 36. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2238 í B-deild Alþingistíðinda. (2162)

1. mál, fjárlög 1987

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Það er augljóst að fjmrh. hefur ekki aðeins heimild heldur skyldu til að stunda sparnað í ríkisrekstrinum og draga þar úr útgjöldum. Svona tillögur hafa margoft verið fluttar við afgreiðslu fjárlaga og ég hygg að þær hafi sjaldnast skilað nokkrum árangri eða mjög litlum. Þess vegna greiði ég ekki atkvæði.