13.01.1987
Sameinað þing: 37. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2245 í B-deild Alþingistíðinda. (2175)

Framhaldsfundir eftir þingfrestun

Forsætisráðherra (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Í samþykkt Alþingis um frestun funda var ákveðið að fundir Alþingis hæfust að nýju ekki síðar en 19. janúar. Í samræmi við það var gefið út forsetabréf 7. janúar og þm. sent boð um fundi þann 19. Á þessu hefur síðan orðið breyting þannig að þann 12. janúar s.l. var gefið út nýtt svohljóðandi forsetabréf:

„Forseti Íslands gerir kunnugt:

Ég hef ákveðið samkvæmt tillögu forsætisráðherra að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda þriðjudaginn 13. janúar 1987, kl. 14.00.

Gert í Reykjavík, 12. janúar 1987.

Vigdís Finnbogadóttir.

Steingrímur Hermannsson

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.“

Framhaldsfundir Alþingis hefjast því nú á ný. Hæstv. forseta, hv. alþm. og starfsmönnum Alþingis vil ég óska gleðilegs árs og þakka liðnu árin. Ég býð þm. velkomna til starfa og lýsi þeirri von minni að störf okkar megi verða landi og þjóð til blessunar