13.01.1987
Neðri deild: 34. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2308 í B-deild Alþingistíðinda. (2217)

275. mál, stöðvun verkfalls á fiskiskipum og á farskipum

Forseti (Ingvar Gíslason):

Vegna þessara athugasemda vill forseti benda á að það er alveg augljóst samkvæmt þingsköpum að fyrsta till., sem borin verður undir atkvæði þegar lokið er umræðu, er að sjálfsögðu till. um rökstudda dagskrá á þskj. 503. Það er alveg ljóst að svo verður. Ef sú till. verður samþykkt er frv. fallið. - (Fundarhlé. ]