20.01.1987
Sameinað þing: 38. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2352 í B-deild Alþingistíðinda. (2258)

248. mál, yfirlýsingar í tengslum við kjarasamninga

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Það ætlar ekki að bregða út af vana á nýbyrjuðu ári þegar landbúnaðarmál koma til umræðu í þinginu. Þá hlaupa stjórnarliðar upp í hár

saman. Þetta er auðvitað lýsandi um gjaldþrot landbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar. Það kemur hér fram í hvert sinn sem landbúnaðarmálin koma til umræðu. (Menntmrh.: Hvað kemur það gjaldþroti við?)