27.01.1987
Sameinað þing: 41. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2544 í B-deild Alþingistíðinda. (2359)

240. mál, nýjungar í vinnslu landbúnaðarafurða

Fyrirspyrjandi (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Ég geri mér grein fyrir því að þegar tími er naumur, eins og gerist í fyrirspurnatíma, eru því takmörk sett hversu nákvæmlega er hægt að fara í sakir. Eigi að síður þakka ég hæstv. ráðh. fyrir þessi svör. Ég hvet eindregið til þess að það verði duglega unnið áfram að sölumálum landbúnaðarvara. Það er engum blöðum um það að fletta að sölustarfsemin er einn brýnasti þátturinn sem taka þarf á. Ég ætla hins vegar engan dóm að leggja á hvernig til hefur tekist. Ég ætla þó ekki að mótmæla því sem fram kom í svari hæstv. ráðh. að að hluta til hafi ráðstafanir sýnt árangur. En ég þakka hæstv. ráðh. svörin.