27.01.1987
Sameinað þing: 41. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2555 í B-deild Alþingistíðinda. (2375)

268. mál, skýrsla OECD um íslenska menntastefnu

Fyrirspyrjandi (Stefán Benediktsson):

Herra forseti. Ég hef þegar talað tvisvar þannig að ég á ekki rétt á að gera nema örstutta athugasemd. Ég verð að viðurkenna það hér úr ræðustól að það vekur mér furðu að ráðherra sem hefur þessa skýrslu fyrir augum sínum, sem lýsir menntakerfinu okkar með þeim hætti sem hún lýsir, og það eru sérfróðir menn sem gera það, ég legg áherslu á það aftur, ekki gestir, og þeir gera það að beiðni, að hann skuli ekki taka þar til höndum mjög duglega svo alþekktur sem hann er á öðrum slóðum sem einhver mesti kerfisbani á Íslandi.