28.01.1987
Neðri deild: 38. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2616 í B-deild Alþingistíðinda. (2433)

174. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (Kristín Halldórsdóttir):

Vegna þessara tilmæla bendi ég á að þetta mál hefur verið til umræðu á a.m.k. fjórum þingdeildarfundum og þar sem mér finnst mál til komið að þessari umræðu ljúki var ætlun mín að reyna að ljúka henni í dag. Mér var ljóst að hv. 5. þm. Austurl. hafði kvatt sér hljóðs og var á mælendaskrá. Hann hefur veikindaforföll og var ekki heldur á síðasta fundi þar sem þetta var enn til umræðu. Hann hefur ekki haft samband við forseta sjálfur til að biðja um frestun umræðunnar og þar sem ekki er verið að afgreiða málið frá deildinni heldur aðeins til nefndar, og væntanlega verður tækifæri til að ræða málið betur, hefði ég talið eðlilegt að reyna að ljúka umræðunni í dag. Ég mælist til þess að haft verði samband við hv. 5. þm. Austurl., þar sem ég vil engu gerræði beita sem varaforseti, og hann spurður hvort það sé hans eindregin ósk að umræðunni verði frestað svo að málið yrði 5. fundinn á dagskrá.