28.01.1987
Neðri deild: 38. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2616 í B-deild Alþingistíðinda. (2434)

174. mál, stjórnarskipunarlög

Flm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Virðulegi forseti. Ég hef verið að ýta á það að þetta mál fari til nefndar en mér er ljóst að það eru mikil sanngirnisrök í því að þm. sem er fjarverandi vegna veikinda og hefur verið á mælendaskrá fái að tala við þessa umræðu. Það má segja sem svo að það liggi ekki fyrir hversu ákveðnir menn verða að afgreiða þetta mál úr nefnd þó að ég muni að sjálfsögðu þrýsta á það þar einnig og ég get ekki lagst gegn því að það verði orðið við tilmælum hv. 3. þm. Reykv. þó að ég sé sammála þeirri tillögu hæstv. forseta að hafa samband við viðkomandi þm.