03.02.1987
Sameinað þing: 44. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2695 í B-deild Alþingistíðinda. (2522)

282. mál, hvalveiðar og hvalarannsóknir

Fyrirspyrjandi (Guðrún Helgadóttir):

Herra forseti. Ég sagði ekki að hæstv. ráðh. væri að brjóta lög. En það er vitað að þessar hvalveiðar eru langt frá því að vera í anda þeirra ákvarðana sem teknar voru í Alþjóðahvalveiðiráðinu og raunar hér á Alþingi Íslendinga.

Menn geta haft á því hvaða skoðun sem er hvort hér er um að ræða raunverulega þekkingarleit eða hvort annarleg sjónarmið ráða málum, svo sem afkoma þess góða fyrirtækis Hvals hf. Ég ætla ekkert að fara út í þá umræðu. Eitt er víst að hv. þm. Eiður Guðnason virðist verða mjög tiffinningaheitur þegar þetta mál er á dagskrá.

Að lokum, herra forseti: Ég hlýt að eiga nokkurn rétt á því að fá að vita hvert hvalaafurðirnar eiga að fara. Hvers vegna er það leyndarmál? Hvert á að flytja þær? Mér finnst það alveg með hreinum ólíkindum að þetta skuli ekki vera upplýst. Það sem við vitum er að sala þessara afurða á að standa undir hinum vísindalegum rannsóknum. Við hljótum að eiga rétt á að vita þetta.