27.10.1986
Neðri deild: 6. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 310 í B-deild Alþingistíðinda. (254)

Guðmundur H. Garðarson teku sæti EBS 6 . þm. RV

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseta Nd. hefur borist bréf frá Ólafi G. Einarssyni, formanni þingflokks Sjálfstfl., þar sem tilkynnt er að Ellert B. Schram, 6. þm. Reykv., dveljist nú erlendis vegna sérstakra starfa og hann geti ekki sótt þingfundi á næstunni. Þess er óskað að sæti hans taki 2. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur. Það er hér staðfest með bréfi að 1. varamaður, Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri, geti ekki tekið þetta sæti vegna þess að hann er einnig staddur utan lands.

Guðmundur H. Garðarsson er nú kominn hingað til þings. Kjörbréf hans hefur verið kannað áður og hann hefur setið á þingi á þessu kjörtímabili. Ég býð Guðmund H. Garðarsson velkominn til þingstarfa.