10.02.1987
Sameinað þing: 48. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2891 í B-deild Alþingistíðinda. (2680)

Síldarsamningar Norðmanna og Sovétmanna

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Aðeins örstutt athugasemd vegna þeirra ummæla sem hv. 7. þm. Reykv. viðhafði áðan þegar hann sagði: „förumannaflokkar þeysa á þing Norðurlandaráðs.“ Ég vek athygli forseta á því að hann er þá að tala um ráðherra ríkisins, hann er að tala um réttkjörna alþm. og hann er að tala um embættismenn íslenska ríkisins sem eru að sinna samstarfi sem Ísland er aðili að samkvæmt íslenskum lögum og norrænum samstarfssamningum. Annars er það sjálfsagt álitamál hverjir eru fremstir ferðamenn í þessum sal.