11.02.1987
Efri deild: 39. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 2947 í B-deild Alþingistíðinda. (2705)

120. mál, þinglýsingalög

Frsm. allshn. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti allshn. um frv. um breytingu á þinglýsingalögum. Nefndin hefur rætt frv. Eins og fram hefur komið við umræðu um frv. til umferðarlaga er þetta fylgifrv. sem er til þess að gera kleift að taka upp eitt umdæmi í númeraskráningu. Einstakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja brtt. Salome Þorkelsdóttir og Stefán Benediktsson voru fjarverandi við lokaafgreiðslu málsins. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt með þessum fyrirvörum.