28.10.1986
Sameinað þing: 8. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 325 í B-deild Alþingistíðinda. (272)

44. mál, húsnæðismál

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég vil aðeins lýsa óánægju Kvennalistans með hversu hægt hefur miðað störfum milliþinganefndarinnar þar eð samþykkt sú í nál. félmn. Nd. sem hér hefur verið vitnað til um störf þessarar nefndar var beinlínis forsenda þess að Kvennalistinn treysti sér til að styðja þetta frv. á s.l. vori. Það voru fjölmörg atriði, sem voru eftir skilin við samþykkt frv. í vor, sem við töldum mjög nauðsynlegt að taka á, en við vildum gera okkar til þess að greiða fyrir því að þetta frv. næði fram að ganga í vor. Þess vegna ítreka ég óánægju okkar með hversu störfum nefndarinnar hefur miðað hægt og ítreka fsp. til félmrh. um hvenær vænta megi tillagna frá milliþinganefnd og hvort félmrh. hugsi ekki til þess að leggja fram frv. til l. um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun svo sem segir í nál.