17.02.1987
Sameinað þing: 50. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3154 í B-deild Alþingistíðinda. (2856)

323. mál, Verðjöfnunarsjóður fiskiðnaðarins

Björn Dagbjartsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins leggja frekari áherslu á þau atriði sem komu fram í máli fyrirspyrjanda. Ég lít svo á að það sé algerlega óviðunandi að nefnd sú sem um þetta átti að fjalla skuli hafa gefist upp við sitt hlutverk og skora á hæstv. ráðh. að láta ekki við svo búið standa. Mér líst þannig á að þarna fari fram gífurleg fjársöfnun, líklega getur það verið hálfur milljarður á þessu ári, lokuð inni í Verðjöfnunarsjóði saltfisks, og mér líst þannig á að það séu ýmsar breytingar í aðsigi, t.d. með tilkomu fiskmarkaða, sem geri algerlega nauðsynlegt að endurskoða þessi mál frá grunni.