18.02.1987
Neðri deild: 44. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3222 í B-deild Alþingistíðinda. (2908)

336. mál, deilur menntamálaráðuneytisins og fræðsluyfirvalda í Norðurlandsumdæmi eystra

Guðrún Helgadóttir:

Virðulegi forseti. Með tilliti til þess að fyrrverandi fræðslustjóri Norðurlands eystra hefur nú vísað brottrekstursmáli sínu til dómstóla tel ég fráleitt að Hæstiréttur skipi nefnd til að kanna mál sem allt eins gæti komið til kasta réttarins sjálfs, en frv. gerir ráð fyrir slíkri nefndarskipan af hálfu Hæstaréttar. Með kæru fræðslustjórans hefur málið tekið aðra stefnu en flm. frv. gerðu ráð fyrir. Ég tel því frv. í hæsta máta óheppilegt og til lítils að eyða þessum síðustu þingdögum í nefndarstörf um það. En ég tel þó að erfitt geti reynst að ákveða hvaða þingmálum skuli vísað frá án þess að ganga til nefndar, enda þeim vinnuaðferðum sjaldnast beitt á hinu háa Alþingi. Ég greiði því atkvæði með því að frv. fari hina hefðbundnu leið til nefndar og segi nei.