18.02.1987
Neðri deild: 44. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3223 í B-deild Alþingistíðinda. (2910)

336. mál, deilur menntamálaráðuneytisins og fræðsluyfirvalda í Norðurlandsumdæmi eystra

Karvel Pálmason:

Virðulegi forseti. Hér leyfist mönnum greinilega að hafa nokkur orð um í atkvæðagreiðslu. Ég tel það óeðlilegt að þingdeild temji sér það ef óþægileg mál koma upp að þá sé meinað að þau fari til nefndar. Ég tel eðlilegt að þetta mál fari til nefndar og þar verði það skoðað á eðlilegan hátt, eins og yfirleitt er gert að því er varðar þingmál. Ég tel líka óæskilegt og nánast óverjandi af forseta Hæstaréttar að vera að blanda sér í umræður á Alþingi um þetta mál. Það er óvirðing við þingdeildina að forsætisráðherra flytji skilaboð frá forseta Hæstaréttar. Ég segi því nei.