18.02.1987
Neðri deild: 44. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3245 í B-deild Alþingistíðinda. (2933)

292. mál, leigunám fasteigna

Frsm. allshn. (Gunnar G. Schram):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 616 um frv. til laga um leigunám fasteigna vegna fundar leiðtoga Bandaríkja Ameríku og Sovétríkjanna, sem er 292. mál.

Allshn. hefur rætt frv. og leggur til að það verði samþykkt óbreytt.

Ólafur Þ. Þórðarson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nál. rita auk mín Guðrún Helgadóttir, Friðjón Þórðarson, Pálmi Jónsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.