23.02.1987
Neðri deild: 47. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3321 í B-deild Alþingistíðinda. (3010)

213. mál, fólksflutningar með langferðabifreiðum

Tryggvi Gunnarsson:

Herra forseti. Ég verð að játa að mér finnst þetta undarlegt. Ég fékk ádrepu hér fyrir nokkrum vikum, þegar ég sat hérna inni, þegar ég gerði athugasemdir við það sem meiri hl. nefndar hafði unnið og stjórnarliðar þar á bak við. Það á svo að fella þetta. Ég vænti þess að stjórnarliðar, sem greiða atkvæði á móti því, muni kannske eftir þessu. Þarna fékk ég ádrepu. Nú vil ég gefa þeim sjálfum ádrepu fyrir að ætla að fara að fella þetta. En til þess að spilla ekki meira fyrir þeim en þetta greiði ég ekki atkvæði.

8.-12. gr. samþ. með 22 shlj. atkv.

Fyrirsögn samþ. án atkvgr.

Frv. vísað til 3. umr. með 26 shlj. atkv