25.02.1987
Efri deild: 43. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3500 í B-deild Alþingistíðinda. (3087)

351. mál, þjóðarátak til byggingar þjóðarbókhlöðu

Frsm. fjh.- og viðskn. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Hæstv. forseti. Þessi umræða um þetta efnisatriði sem hv. þm. gat um hefur farið fram áður og ég hygg að ástæðulaust sé að endurtaka þá umræðu. Það sem hér er um að ræða er einungis að færa skattheimtuna til þeirrar prósentu sem er gildandi um alla aðra skatta. Þetta er eingöngu leiðréttingarfrv. Ég tók, held ég, þátt í umræðunni um málið á sínum tíma og ætla ekkert að endurtaka af því.

Auðvitað má til sanns vegar færa að eðlilegast væri að slíkt fé kæmi beint úr ríkiskassanum en ekki með sérsköttun en sú umræða sem sagt heyrir til fortíðinni.