02.03.1987
Efri deild: 45. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3576 í B-deild Alþingistíðinda. (3163)

18. mál, kosningar til Alþingis

Jón Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Eins og áður hefur komið fram í þessari umræðu tel ég þennan kjördag ekki þann heppilegasta. Ég tel að þessi kjördagur geti haft í för með sér viss vandkvæði á framkvæmd kosninga á ýmsum svæðum landsins. Þessi vandkvæði eru þó ekki óyfirstíganleg. Ég beygi mig fyrir þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið og segi því já.