03.03.1987
Sameinað þing: 57. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3609 í B-deild Alþingistíðinda. (3212)

350. mál, öryrkjabifreiðir

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég vil taka mjög undir þakkir til hæstv. fjmrh. fyrir hans svör við þessari fsp., en auðvitað í trausti þess að við sjáum þessar reglur tiltölulega fljótt og það verði undinn bráður bugur að því að þær komi til framkvæmda.

Það er ekkert vafamál að það eru ýmsir sem renna vonaraugum til þessa þáttar. Það var illa að staðið þegar þessu var breytt á sínum tíma gagnvart þessu fólki og full þörf á því að þar eigi sér leiðrétting stað. Ég vænti þess að hæstv. fjmrh. sjái svo um í áframhaldi að þessu verði þannig breytt að þessir aðilar nái þeim rétti sem þeir a.m.k. höfðu fyrir og best væri auðvitað ef gert væri betur.