04.03.1987
Efri deild: 48. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3701 í B-deild Alþingistíðinda. (3307)

359. mál, stofnun hlutafélagsbanka um Útvegsbanka Íslands

Björn Dagbjartsson:

Virðulegur forseti. Mér hærra skrifaðir menn í þessari hv. deild hafa lýst því yfir hátt og í hljóði að eir taki aldrei þátt í að endurreisa Útvegsbanka Íslands en greiða þessu máli þó atkvæði. Mér er einnig ljóst að Alþfl. hefur af einhverjum ástæðum ákveðið að veita því brautargengi með hjásetu. Mitt atkvæði skiptir því ekki lengur verulegu máli. Það er þó ljóst að sjálfstæðismenn almennt fá kost á að segja álit sitt á þessu máli áður en það fer út úr þinginu á landsfundi sem hefst á morgun. Ég tek því ekki þátt í þessari atkvæðagreiðslu.

Frv. afgr. til Nd.