04.03.1987
Efri deild: 48. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3705 í B-deild Alþingistíðinda. (3320)

311. mál, skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútveg

Sjávarútvegsráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Virðulegur forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins. Hér er um mál að ræða sem er flutt að beiðni hagsmunaaðila í sjávarútvegi, útvegsmanna og sjómanna, í framhaldi af samkomulagi sem gert var milli þeirra um kaup og kjör þar sem þeir fara fram á að ýmsir liðir í því samkomulagi verði lögfestir.

Hér er um samkomulagsmál að ræða sem var samþykkt einróma í Nd. Ég sé ekki ástæðu til þess að fara mörgum orðum um þetta mál og vil leggja það til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. sjútvn.