09.03.1987
Efri deild: 50. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3778 í B-deild Alþingistíðinda. (3415)

364. mál, alþjóðasamþykkt um þjálfun og vaktstöður sjómanna

Frsm. samgn. (Valdimar Indriðason):

Herra forseti. Það frv. sem hér um ræðir er til framkvæmda á alþjóðasamþykkt um þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna. Þetta mál er búið að vera allmikið til umræðu og var það mjög í nefnd sem fjallaði um öryggismál sjómanna, að það yrði tekið á þessum málum. Með því að Ísland staðfestir sína aðild að þessum alþjóðasamþykktum telur nefndin að komið sé vel á móts við það sem kom fram í öryggismálanefndinni. Er því nefndin öll samhljóða um það og mælir með því að frv. verði samþykkt óbreytt.

Í nál. á þskj. 740 segir: „Nefndin hefur rætt frv. og kallaði til viðræðna Halldór Kristjánsson skrifstofustjóra og Ragnhildi Hjaltadóttur lögfræðing hjá samgrn. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt.

Árni Johnsen, Kolbrún Jónsdóttir og Karl Steinar Guðnason voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.“

Hér þarf ekki fleiri orð um. Þetta mál á að liggja mjög ljóst fyrir. Þetta er fyrst og fremst til að skapa meira öryggi á okkar skipum en verið hefur. Það fjallar frv. fyrst og fremst um.