09.03.1987
Efri deild: 51. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3817 í B-deild Alþingistíðinda. (3427)

342. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Ragnar Arnalds:

Virðulegi forseti. Í till. þessari er gert ráð fyrir því að flutt sé skattbyrði af herðum launafólks til fyrirtækja og fjármagnseigenda að upphæð 500 millj. kr. Þetta teljum við Alþýðubandalagsmenn að sé í raun og veru allt of skammt gengið og höfum sjálfir flutt tillögu í svipuðum dúr um tilflutning skattbyrði sem nemur 1200 millj. kr. Hins vegar teljum við að brýna nauðsyn beri til að endurskoða þessi lög fyrir haustið því á þeim eru bersýnilega mjög margir vankantar og þar sem önnur áhersluatriði í till. sem hér er til atkvæða eru tvímælalaust af hinu góða segi ég já.