09.03.1987
Efri deild: 51. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3818 í B-deild Alþingistíðinda. (3429)

342. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Stefán Benediktsson:

Frú forseti. Með tilliti til þess að örstutt er til kosninga, með tilliti til þess að örstutt er þangað til hér situr ný ríkisstjórn og nýtt þing verður að líta svo á að þau frumvörp sem við erum hér að fjalla um og samþykkja séu í raun og veru ekkert annað en þingsályktanir í frumvarpsformi. Með tilliti til þess einnig að á þingi 1984, nánar tiltekið þann 3. maí, samþykkti Alþingi þál. um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum og með tilliti til þess að þau ellefu atriði sem hér eru upp talin eru í samræmi við niðurstöðu þeirrar nefndar sem sett var til að skoða skattsvik og gera tillögur til úrbóta á skattheimtu hér á landi og skilaði niðurstöðum sínum 18. apríl s.l., með tilliti til þess að fjmrh. hafði þá þegar að því afloknu lofað aðgerðum í kjölfar þeirrar niðurstöðu. Með tilliti til alls þessa segi ég já.