09.03.1987
Efri deild: 52. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 3828 í B-deild Alþingistíðinda. (3456)

342. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Ragnar Arnalds:

Virðulegi forseti. Það er augljóst hneyksli ef farið verður að greiða húsnæðisbætur til húseigenda sem nýlega hafa eignast hús sín skv. ákvæðum þessara laga, en leigjendur, sem bersýnilega eru oft mjög þurfi fyrir húsnæðisaðstoð, verða algerlega skildir eftir. Ég segi því hiklaust já.