29.10.1986
Neðri deild: 7. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 410 í B-deild Alþingistíðinda. (376)

103. mál, tékkar

Samgönguráðherra (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Mér finnst hv. þm. vera fullbráðlátur. Það er ekki enn runninn upp sá dagur sem lögin um Seðlabanka Íslands taka gildi og það er að vænta bæði reglugerðar um starfsemi bankans, um starfsemi bankaeftirlitsins, og það koma fréttatilkynningar frá bankastjórn Seðlabankans. Ríkisstjórnin mun fylgjast grannt með framvindu í vaxtamálum og ég veit ekki hvaðan hv. þm. hefur það að fram undan sé eitthvert stórkostlegt vaxtaokur. Hann hefur þá einhver betri sambönd hjá þessum herrum en ég.