13.03.1987
Neðri deild: 63. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4142 í B-deild Alþingistíðinda. (3773)

318. mál, Húsnæðisstofnun ríkisins

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég hef staðið í þeirri meiningu að persónulegar orðahnippingar ættu ekki heima þegar menn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og vil vekja athygli á því að forseta hefði borið að slá í bjölluna undir ræðu hv. 3. þm. Reykn. ef hann vildi halda uppi góðri fundarreglu.