13.03.1987
Neðri deild: 63. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4162 í B-deild Alþingistíðinda. (3788)

119. mál, umferðarlög

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég minntist ekki á þá litlu brtt. um að bæta við bifreiðum fatlaðra einfaldlega vegna þess að mér fannst sú till. raunar svo sjálfsögð að ég taldi ekki ástæðu til umræðu. En vegna orða hv. formanns allshn. vil ég geta þess að brtt. var gerð að beiðni Öryrkjabandalagsins og Sjálfsbjargar. Ég gat fallist á rök þeirra. Sannleikurinn er sá að menn hafa ekki virt sem skyldi bifreiðastæði merkt bifreiðum fyrir fattaða í trausti þess að þeir séu gjarnan lengur frá sínum merktu stæðum. Komi til að þeir komist ekki í stæði sín eiga þeir mun erfiðara um vik við að leita uppi þann sem þar hefur sest að eða stöðvað. Mér fannst ekki getað kostað okkur nokkurn skapaðan hlut að verða við þessari beiðni að þeir fengju að hafa sín bílastæði sem heilagt vé því að þeir hafa mismunandi reynslu af því hvernig réttur þeirra er virtur. Ég get ekki ímyndað mér að það geti skipt neinum sköpum hvort þetta litla ákvæði kæmi inn í frv., verði það að lögum, svo að ég mun berjast til þrautar fyrir því. En ég get ekki ímyndað mér að neinn sjái ástæðu til að gera meiri háttar ágreining um það atriði. Annað hef ég ekki um það að segja, herra forseti.