13.03.1987
Neðri deild: 63. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4188 í B-deild Alþingistíðinda. (3828)

360. mál, skipan gjaldeyris- og viðskiptamála

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Í forföllum formanns nefndarinnar og frsm. meiri hl. mæli ég fyrir nál. á þskj. 833. Nefndin hefur rætt frv. og leggur meiri hl. til að það verði samþykkt óbreytt.

Frv. þetta, sem er verið að ræða, er flutt í tengslum við frv. til tollalaga sem nú er í seinni deild og gengur út á að hætt verði við að bankastimpla farmskírteini og aðflutningspappíra áður en hægt er að taka vörur úr tolli.

Undir þetta rita ásamt mér hv. þm. Páll Pétursson, Kjartan Jóhannsson og Guðmundur Bjarnason. Minni hl., hv. 3. þm. Reykv. mun gera grein fyrir séráliti sínu.