13.03.1987
Neðri deild: 63. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4208 í B-deild Alþingistíðinda. (3846)

341. mál, gildistaka staðgreiðslu opinberra gjalda

Frsm. 2. minni hl. fjh.- og viðskn. (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Ég legg til, og um það er brtt., að niður falli það 25% svigrúm til óskilgreindrar tekjuaukningar í eigin atvinnurekstri sem er í frv. og augljóslega ívilnar þeim aðilum sem njóta þess umfram aðra launþega, en að öðru leyti legg ég til að frv. verði samþykkt.

Umræðu (atkvæðagreiðslu) frestað.