16.03.1987
Efri deild: 64. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4220 í B-deild Alþingistíðinda. (3860)

392. mál, almannatryggingar

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (Ragnhildur Helgadóttir):

Frú forseti. Þetta er þokkalegt athæfi að fara að skipta sér af þingsköpum í þessari virðulegu deild, en ég hefði talið að það væri heimilt við 3. umr. að koma með brtt. við einstakar greinar frv. eða fá þær bornar undir atkvæði og síðan er frv. borið upp í heild að því loknu. En brtt. geta verið bornar upp hver fyrir sig fyrir því. Mér skjöplast þá í meira lagi ef þetta er rangt. (Gripið fram í: Það er búið að því.) Fyrst var borin upp fyrsta brtt. og hún var felld, þar með er önnur brtt. ekki fallin. Hún er við (Gripið fram í.) nei, 1. brtt. er við 1. gr. frv., 2. brtt. er við 2. gr. frv. Auðvitað ræður hæstv. forseti þessu. En þetta er við sitt hvora greinina. Önnur brtt. er samhljóða því sem var á hinu fyrra þingskjali sem útbýtt var. Ég vildi aðeins vekja athygli á þessu. Tillaga tvö varðar fæðingardagpeninga, tillaga eitt varðar fæðingarstyrk.