16.03.1987
Neðri deild: 64. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4239 í B-deild Alþingistíðinda. (3890)

119. mál, umferðarlög

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Er hugmyndin sú að síðari málsl. sé borinn upp sérstaklega: „Ökutæki sem eigi skal búið ljósum skal þá auðkennt samkvæmt reglum sem dómsmálaráðherra setur“ og ekkert annað? (Forseti: Það er óskað eftir því.) Mér finnst þessi setning ekki fela í sér fulla hugsun þar sem smáorðið „þá“ vísar til fyrri málsgr. og setningin verður merkingarlaus ef hún á að standa ein og sjálfstæð.