16.03.1987
Neðri deild: 64. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4240 í B-deild Alþingistíðinda. (3892)

119. mál, umferðarlög

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Hafi það verið úrskurður forseta að setning sé svo ófullkomin að hvorki sé hægt að samþykkja hana eða fella fær varla staðist að það sé hægt að kalla hana aftur eina sér til 3. umr. Hins vegar bendir ekkert til þess að óeðlilegt sé að kalla aftur liðinn eins og hann liggur fyrir.