16.03.1987
Neðri deild: 64. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 4243 í B-deild Alþingistíðinda. (3900)

119. mál, umferðarlög

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Rannsóknir á notkun bílbelta eða öryggisbelta hafa leitt í ljós að notkun þeirra dregur verulega úr dauðaslysum, alvarlegum slysum, innlögnum á sjúkrahús og veikindadögum svo að nemur allt að 25-40%. Þessar rannsóknir hafa jafnframt sýnt að lögboðin notkun öryggisbelta eykst frá 30% og upp í 80-90% í nágrannalöndum okkar, í Bretlandi upp í 95% á örskömmum tíma þegar sektarákvæði eru tekin upp. Með tilliti til þeirra tíðu og alvarlegu umferðarslysa sem hér verða hlýt ég að vera á móti þessari brtt. Þm. segir nei, nei.